Tónleikar í Aragerði laugardagskvöldið 17. ágúst kl. 21:00-23:00

Sannkölluð tónlistarhátíð í Aragerði, laugardaginn 17.ágúst.   Dúóið Heiður mun hefja veisluna.  Kristmundur Axel mun svo sjá um að lyfta stuðinu á hærra stig.   Patrik eða Prettyboitjokko mun svo gera allt vitlaust og mun Sverrir Bergmann toppa kvöldið.

Allir ættu að skemmta sér konunglega enda mjög fjölbreyttur hópur tónlistarmanna sem tekur að sér að trylla lýðinn.