Söguganga um slóðir útvegsbænda undir Vogastapa með Minja- og sögufélagi Vatnsleysustrandar

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar stendur fyrir göngu um slóðir útgerðar undir Vogastapa. Gengið verður frá Stóru-Vogaskóla kl 19:00 þann 27. Júní, sem leið liggur með fjörunni suður að Brekku. Þar verður fræðst um útgerðarsögu staðarins á 19. öld. Rústir Stapa- og Hólmabúða verða skoðaðar og sagt frá lífi fólks og baráttu þess við að færa björg í bú. Leiðsögn verður í höndum Hauks Aðalsteinssonar.

Gangan er um tveggja km. löng. Farið er um sandfjörur, grasbakka og gamlan vegslóða. Auðveld ganga fyrir unga sem aldna.

Mælst er til þess að fólk klæði sig eftir veðri.

Enginn þátttökukostnaður er í ferðina og þátttakendur á eigin ábyrgð.