Safnahelgi á Suðurnesjum 2020 - Vogar - FRESTAÐ UM ÓÁKVEÐINN TÍMA

Vegna Covid19 ástandsins hefur því miður þurft að taka þá ákvörðun að fresta Safnahelgi 2020 um óákveðinn tíma og er það gert að vandlega íhuguðu máli. 

 

Safnahelgi á Suðurnesjum er árlegur viðburður. Þá eru söfn á svæðinu opin og ókeypis aðgangur að þeim, settar eru upp sýningar og margt fleira. 
Við í Sveitarfélaginu Vogum tökum að sjálfsögðu þátt í helginni eins og venjan er með metnaðarfullri dagskrá. Dagskráin er enn í mótun og verður sett hér inn um leið og hún er tilbúin, en endilega takið þessa daga frá þetta verður spennandi. Einnig hvetjum við íbúa sveitarfélagsins til að kynna sér heildardagskrána inn á www.safnahelgi.is 

Dagskráin í Vogum er eftirfarandi: 

Laugardagur 14. mars

Kl. 13.00 - Verðlaunaafhending í ljósmyndasamkeppni grunnskólanemenda. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum og jafnframt opnuð sýning á innsendum myndum.

Kl. 13.00-17.00 - Ljósmyndasýning í Tjarnarsal. Sýndar verða myndir tveggja atvinnuljósmyndara í Vogum, þeirra Gunnars Arnar og Rafns Sigurbjörnssonar. Ennfremur sýndar myndir eftir Maríu D. Halldórsdóttur áhugaljósmyndara. Ljósmyndasafn í eigu Þorvaldar Árnasonar verður til sýnis og þá er hægt að skoða ljósmyndir í eigu Stóru-Vogaskóla, m.a. gamlar bekkjamyndir. Kvenfélagið Fjóla sýnir fundargerðarbækur félagsins. Kaffiveitingar í boði.

Kl. 13.00-17.00 - Ljósmyndasýning Lionsklúbbsins Keilis í húsnæði sínu í Aragerði 4. Kaffiveitingar í boði.

Kl. 13.00-17.00 - Ljósmyndasýning í gamla skólanum í Norðurkoti. Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar sýnir gamlar ljósmyndir úr lífi og starfi íbúa Vatnsleysustrandar.

Kl. 13.00-17.00 - Ljósmyndasýningar í Álfagerði. Sýndar verða myndir úr starfi Heilsuleikskólans Suðurvalla og einnig myndir úr ljósmyndaverkefni sem nemendur skólans eru að vinna að. Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar stendur fyrir sýningu á myndum af samkomum í Kirkjuhvoli auk mynda af hreinsunarstarfi þar ásamt ýmsu fleiru. Skógræktarfélagið Skógfell sýnir myndir frá fyrsut árum starfsins

Kl. 14.00-15.00 - Upplestur og tónlist á bókasafninu. Guðmundur Brynjólfsson les upp úr bókum sínum en Guðmundur er af Vatnsleysuströndinni og meðal bóka hans eru Eitraða barnið og Þögla barnið  en sögusvið hennar er meðal annars af ströndinni. Einnig les Hrafn Andrés Harðarson upp úr bók systur sinnar Hildar Harðardóttur, Sagnir úr Grindavík og Vogum. Nemendur Tónlistarskólans í Vogum flytja tónlist.

Kl. 15.30 - Sögustund um Kirkjuhvol í Álfagerði. Minja- og sögufélagið stendur fyrir sögustundinni. Lesið verður upp úr samantekt úr gögnum frá UMF Þrótti og Kvenfélaginu Fjólu. 

 

Sunnudagur 15. mars

Kl. 13.00-17.00 - Ljósmyndasýning í Tjarnarsal. Sýndar verða myndir tveggja atvinnuljósmyndara í Vogum, þeirra Gunnars Arnar og Rafns Sigurbjörnssonar. Ennfremur sýndar myndir eftir Maríu D. Halldórsdóttur áhugaljósmyndara. Ljósmyndasafn í eigu Þorvaldar Árnasonar verður til sýnis og þá er hægt að skoða ljósmyndir í eigu Stóru-Vogaskóla, m.a. gamlar bekkjamyndir. Kvenfélagið Fjóla sýnir fundargerðarbækur félagsins. Sýning á innsendum myndum í ljósmyndasamkeppni grunnskólanemenda. Kaffiveitingar í boði.

Kl. 13.00-17.00 - Ljósmyndasýning Lionsklúbbsins Keilis í húsnæði sínu í Aragerði 4. Kaffiveitingar í boði.

Kl. 13.00-17.00 - Ljósmyndasýning í gamla skólanum í Norðurkoti. Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar sýnir gamlar ljósmyndir úr lífi og starfi íbúa Vatnsleysustrandar.

Kl. 13.00-17.00 - Ljósmyndasýningar í Álfagerði. Sýndar verða myndir úr starfi Heilsuleikskólans Suðurvalla og einnig myndir úr ljósmyndaverkefni sem nemendur skólans eru að vinna að. Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar stendur fyrir sýningu á myndum af samkomum í Kirkjuhvoli auk mynda af hreinsunarstarfi þar ásamt ýmsu fleiru. Skógræktarfélagið Skógfell sýnir myndir frá fyrstu árum starfsins.

Kl. 14.00-15.00 - Upplestur nemenda Stóru-Vogaskóla og tónlist á bókasafninu. Nemendur í 4. og 7. bekk Stóru-Vogaskóla lesa upp úr eftirlætisbókum sínum og nemendur Tónlistarskólans í Vogum flytja tónlist.