Öskudags hátíðahöld

Sveitarfélagið Vogar stendur fyrir hátíðahöldum á Öskudaginn og verða þau með hefðbundnu sniði miðvikudaginn 26 . febrúar 2020.

Dagskrá verður í íþróttahúsinu og verður boðið upp á andlitsmálun frá 14.30 - 15.30. Klukkan 15.30 verður svo opnað í leiktæki og það verða hoppukastalar og risaróla á staðnum. Kötturinn sleginn úr tunnunni og veitt verða verðlaun fyrir frumlegustu og bestu búningana.

10. bekkur mun selja veitingar í félagsmiðstöðinni og allir krakkar fá einnig góðgæti að gjöf. Aðgangur 500 kr.