Myndlistarsýning Margrétar Brynjólfsdóttur í Álfagerði

Margrét Brynjólfsdóttir heldur myndlistarsýningu í Álfagerði í tilefni níræðisafmælis móður sinnar, Sesselju Sigurðardóttur. Margrét er uppalin á Vatnsleysuströnd og hefur unnið sem myndlistarmaður í þrjá áratugi. Hún hefur haldið fjölda sýninga bæði einkasýninga og samsýninga. Myndirnar eru mest náttúrustúdíur og unnar með olíu á striga.

Sýningin verður opnuð sunnudaginn 20. október kl. 13 og verður Margrét á staðnum frá kl. 13-17 en annars er sýningin opin á opnunartíma Álfagerðis.