Ljósmyndanámskeið 12-16 ÁRA 20-24 júní kl: 13:00-16:00

Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu grunnatriðin í ljósmyndun, t.d. myndbyggingu, lýsingu, ljósop og lokahraða. Þátttakendur geta mætt með myndavélar eða notað snjallsímana sína. Á námskeiðinu er farið yfir helstu stillingar á myndavélum og myndavélum farsíma, hvort heldur sem um iOS eða Android stýrikerfi er að ræða.

 

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum og stuttum ljósmyndagöngutúrum um svæðið þar sem öllum gefst færi á að æfa sig undir handleiðslu kennara.

 

 

Kennari ljósmyndasmiðjunnar er Bent Marinósson en hann er margreyndur ljósmyndari og með mikla reynslu af myndatökum og kennslu í ljósmyndaferðum

 

Hægt er að sjá myndir eftir Bent á heimasíðu hans, http://bentmarinos.is/

 

Námskeiðið er í boði Sveitarfélagsins Voga (Frítt)

 

Skráning sendist á netfangið gudmundurs@vogar.is

Lokaskráningafrestur er til föstudasins 17 júní kl. 12:00