Fjölskyldudagar í Vogum 2019

Fjölskyldudagar í Vogum verða haldnir dagana 12. - 18. ágúst. Að venju verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ókeypis er inn á alla viðburði á Fjölskyldudögum.

Dagskrá er að byrja að taka á sig mynd og verður kynnt nánar þegar nær dregur. Allar ábendingar eru vel þegnar og má senda á Daníel Arason menningarfulltrúa á netfangið daniel@vogar.is