Fjölskyldudagar í Vogum 2019 (Dagskrá má nálgast hér)

Fjölskyldudagar í Vogum verða haldnir dagana 12. - 18. ágúst. Að venju verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ókeypis er inn á alla viðburði á Fjölskyldudögum.

Dagskrá Fjölskyldudaga Voga 2019 er tilbúin. Að venju er boðið upp á fjölbreytta dagskrá, hefðbundið að mestu en vonandi með hæfilega mikið af nýjungum. 

Að þessu sinni verður ekki gefin út prentuð dagskrá heldur einungis sett á netið. Nokkur eintök af dagskránni verða þó látin liggja frammi í Álfagerði og Íþróttamiðstöð, og auglýsingar verða bornar í hús í vikunni fyrir hátíðina.Í bili er dagskráin sett fram í einfölduðu formi en Vignir Arason mun nú fá hana til umbrots og uppsetningar og þá útgáfu má svo nálgast hér fljótlega.

 

Dagskrána má nálgast hér