Fjölskyldudagar í Vogum
Að venju eru Fjölskyldudagar skipulagðir af félagasamtökum Sveitarfélagsins Voga og reiknað er með að hátíðin í ár verði enn glæsilegri og skemmtilegri en áður. Hátíðin fer fram með hefðbundnu sniði þar sem vinsælir dagskrárliðir á borð við hverfagrill, brekkusöng og tónleika verða á sínum stað – og eflaust verða einnig kynntar spennandi nýjungar.
Aðgangur á alla viðburði hátíðarinnar er ókeypis.
Íbúar Voga eru hvattir til að taka virkan þátt í hátíðinni – og að sjálfsögðu eru gestir velkomnir og taka Vogar vel á móti öllum.
Full dagskrá verður kynnt þegar nær dregur og má finna allar nánari upplýsingar hér á viðburðadagatali sveitarfélagsins.