Dagskrá fyrsta í aðventu, Sunnudagurinn 27. nóvember

Epladagur Minjafélagsins

 

kl. 13:00-18:00

  • Norðurkot verður í jólalegum búning. Ilmandi jólaepli í boði og annað jólakonfekt fyrir augað.
  • Í Skjaldbreið verður jólamarkaður með tilheyrandi gleði. Hlaðan er skreytt í anda jólanna, greniilmur í lofti og jólabasar Minjafélagsins verður á sínum stað.  Jólmaarkaðurinn verður opinn til 18:00

Kökubasar kvenfélagsins Fjólu

 

kl. 13:00-16:00

  • Kvenfélagið verður með sinn margrómaða kökubasar í Björgunarsveitarhúsinu.

Tendrun jólatrésins í Aragerði

 

kl. 17:00 -17:45

  • Kór Kálfatjarnarkirkju syngur tvö lög.
  • Flutt verður hugvekja
  • Óvæntir gestir kíkja og skemmta börnunum og færa börnunum eitthvað hollt og gott