Áramótabrenna 2020

Kveikt verður í áramótabrennunni á Gamlársdag kl. 20. Að venju er það Björgunarsveitin Skyggnir sem sér um framkvæmd brennunnar og verður hún á sama stað og vanalega norðan við íþróttahúsið.

Við minnum alla á að koma vel búna til brennunnar og sérstaklega að muna eftir öryggisgleraugum og sýna varúð í návist brennunnar og við alla meðferð flugelda.