17. júní hátíðahöld

Hátíðahöld Sveitarfélagsins Voga verða með talsvert öðru sniði þetta árið en venjulega og má rekja það til hins óvenjulega ástands sem við höfum búið við á síðustu mánuðum. Ekki verður boðað til opinberrar samkomu en haldin verður athöfn í Tjarnarsalnum þar sem menningarverðlaun sveitarfélagsins verða veitt. Einnig verða veitt verðlaun í ljósmyndasamkeppni grunnskólanemenda og styrkir úr mennta-, menningar- og afreksmannasjóði verða afhentir. Boðið verður upp á tónlistaratriði þar sem nemendur tónlistarskólans munu koma fram. Athöfninni verður streymt á netinu í samvinnu við VogaTV og verður slóðin gerð aðgengileg hér á heimasíðunni. 

Í upphafi athafnar munu viðstaddir syngja saman lagið "okkar" Ég er kominn heim og hvetjum við alla íbúa til að syngja með og helst bara fara út fyrir hússins dyr og þenja raddböndin með nágrönnum. Þá hvetjum við íbúa til að flagga.

Sýning á ljósmyndum úr ljósmyndasamkeppni grunnskólanema verður svo í Aragerði allan daginn. Íbúar geta þá notið þess sem Aragerði hefur upp á að bjóða, farið í frisbígolf, sund eða bara sest í grasið og notið góða veðursins sem verður vonandi. Þá eru íbúar hvattir til að nota daginn til að eiga góðar stundir saman enda margt og mikið sem hægt er að gera saman í bænum og nágrenni hans.