17. Júní hátíð 2021

Hátíðin byrjar klukkan 14:00 og verður hjá Tjarnasalnum í Stóru Vogaskóla. Kvenfélagið sér um  kaffisölu og Lionsklúbburinn verður með gotterí til sölu líka. Hoppukastalar í mismunandi stærðum fyrir börn á mismunandi aldri. Það verður líka í boði að fara á hestbak! Klukkan 16:00 kemur Einar Aron töframaður og verður með rosalega skemmtilegt skemmtiatriði fyrir bæði börn og fullorðna.