16. janúar 2019
Fundur nr. 268
268.fundur
Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga
haldinn á bæjarskrifstofu,
16. janúar 2019 og hófst hann kl. 06:30
Fundinn sátu:
Ingþór Guðmundsson, Áshildur Linnet, Björn Sæbjörnsson og Jóngeir Hjörvar Hlinason.
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Dagskrá:
1. Ársskýrsla Persónuverndar 2017 - 1812030
Persónuvernd sendir ársskýrslu stofnunarinnar fyrir 2017 til fróðleiks.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.
2. Strandahlaup Þróttar. - 1901003
Stjórn UMFÞ tilkynnir að félagið muni ekki sjá um Strandahlaup Þróttar, og býður sveitarfélaginu að annast umsjón með viðburðinum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð harmar að UMFÞ hyggist ekki standa að hlaupinu. Sveitarfélagið hyggst hins vegar ekki standa að framkvæmd þess.
3. Nýtt vatnsból sveitarfélagsins - 1506017
Svar HS Veitna við bréfi sveitarfélagsins varðandi vatnstöku innan Heiðarlands Vogajarða
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að áframhaldandi úrvinnslu málsins og óska eftir viðræðum við meðeigendur sveitarfélagsins að Heiðarlandi Vogajarða um vatnstökuréttindin.
4. Tilnefning í vatnasvæðanefnd. - 1812028
Erindi Umhverfisstofnunar, beiðni um tilnefningu fulltrúa sveitarfelagsins í vatnasvæðanefnd.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Áshildi Linnet, formann Umhverfis- og skipulagsnefndar sem fulltrúa Sveitarfélagsins Voga. Til vara verður Friðrik V. Árnason, varaformaður Umhverfis- og skipulagsnefndar.
5. Ráðning bæjarritara - 1811037
Minnisblað ásamt tillögu bæjarstjóra um ráðningu bæjarritara
Afgreiðsla bæjarráðs:
Alls bárust 5 umsóknir um starf bæjarritara. Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að ráða Einar Kristjánsson, viðskiptafræðing MBA í starf bæjarritara. Samþykkt samhljóða.
6. Reglur um Frístundastyrk - 1810007
Tillaga um endurskoðaðar reglur vegna frístundastyrks, sem gildi bæði fyrir börn og eldri borgara.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Tillagan lögð fram, bæjarráð leggur til að tillagan í endanlegri mynd verði staðfest á næsta fundi bæjarstjórnar.
7. Deiliskipulag við Krýsuvíkurberg í Hafnarfirði. - 1812024
Hafnarfjarðarbær sendir til umsagnar tillögu að deiliskipulagi við Krísuvíkurberg í Hafnarfirði
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.
8. Beiðni um umsögn vegna endurskoðun kosningalaga. - 1812032
Starfshópur um endurskoðun kosningalaga óskar eftir athugasemdum
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram. Vísað til umsagnar hjá formanni Kjörnefndar.
9. Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2018. - 1803022
Fundargerð 28. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.
10. Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2018. - 1802019
Fundargerð 69. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 07:30
Ingþór Guðmundsson Áshildur Linnet
Björn Sæbjörnsson Jóngeir Hjörvar Hlinason
Til baka